Vinnustofudvöl
02.02.2024–05.05.2024

MartaStaworowska
Gullsmiður

Marta er lærður landslagsarkitekt og gullsmiður. Áður en hún flutti til Íslands fyrir 6 árum starfaði hún fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan. Hún útskrifaðist fyrr á þessu árið sem gullsmiður frá Tækniskólanum og starfar hjá Aurum við smíði skartgripa. Það var Dóra Jónsdóttir gullsmíðameistari sem kynnti Mörtu fyrir víravirki á sínum tíma og hvatti hana til að fara í nám í gullsmíði. Víravirkið er rauði þráðurinn í verkum Mörtu. Aðferðin er æva gömul og má rekja meðal annars til forn Egypta, Grikkja og Rómverja löngu fyrir Krist. Hönnuðir í dag halda áfram að finna þessu fínlega handverki farveg í nútíma skartgripum.

Vinnustofudvölin er styrkt af Safnasjóði