Uppskeruhátíð
23.04.202418:00–19:30

MartaStaworowskagullsmiður

Marta Staworowska hefur verið í vinnustofudvöl í safninu frá því í byrjun febrúar. Við bjóðum ykkur velkomin að fagna með okkur og skoða það sem Marta hefur verið að hanna og smíða undanfarnar vikur. Uppskeruhátíðin er hluti af HönnuanrMars 2024.
Marta er lærður landslagsarkitekt og gullsmiður. Áður en hún flutti til Íslands, fyrir 6 árum, starfaði hún fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan. Hún útskrifaðist fyrr á þessu árið sem gullsmiður frá Tækniskólanum og starfar hjá Aurum við smíði skartgripa. Það var Dóra Jónsdóttir gullsmíðameistari sem kynnti Mörtu fyrir víravirki á sínum tíma og hvatti hana til að fara í nám í gullsmíði. Víravirkið er rauði þráðurinn í verkum Mörtu. Aðferðin er æva gömul og má rekja meðal annars til forn Egypta, Grikkja og Rómverja löngu fyrir Krist. Víravirki er einnig hluti af íslenska þjóðbúningnum. Mótífin sem gjarnan er unnið með í víravirki eru blóm og plöntu og tengjast þannig bakgrunni Mörtu í landslagsarkitektúr. Hönnuðir í dag halda áfram að finna þessu fínlega handverki farveg í nútíma skartgripum.