Safniðáröngunni
19.10.2021–31.03.2022

HÖGNASIGURÐARDÓTTIR
skráningáteikningumarkitekts

Teikningar af verkum Högnu ásamt skjölum, bréfum og ljósmyndum bárust safninu að gjöf frá fjölskyldu hennar í París árið 2019.

Tilgangur vinnunnar sem hér fer fram er að flokka og skrá gjöfina í safneign safnsins. Gestir geta fylgst með þegar hlutir eru teknir upp úr kössum, ljósmyndaðir, skráðir í safnmunaskrá og loks pakkað til varðveislu. Arkitektastofan Arkibúllan sér um að mynda og forskrá verkin í samstarfi við safnið, en þær Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, stofnendur stofunnar, þekktu Högnu vel.

Högna var fædd í Vestmannaeyjum árið 1929. Hún stundaði nám við École nationale supérieure des Beaux-Arts í París á árunum 1949-1960. Hún hlaut viðurkenningu fyrir besta útskriftarverkefni skólans fyrir hugmynd sína að Garðyrkjubýli í Hveragerði. Fimm einbýlishús sem hún hannaði  voru reist á 7. áratugnum og eru þau verðmæt fyrir íslenska byggingarlistasögu 20. aldar. Þekktast þeirra er Bakkaflöt 1 í Garðabæ. Húsið var valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu í útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist.  Högna hannaði einnig Kópavogslaug og svæðið í kringum hana en einungis hluti af því verkefni varða að veruleika.

Högna var fyrsta konan í stétt arkitekta til að teikna hús á Íslandi. Hún bjó og starfaði lengst af í Frakklandi.

Verkefnið hlaut styrk úr Safnasjóði