Fyrirlestur
08.03.202217:30

RÚTSTÚNSUNDLAUGAROGALMENNINGSGARÐURÍKÓPAVOGI
GujaDöggHauksdóttir

Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt heldur fyrirlesturinn Rútstún-sundlaugar og almenningsgarður í Kópavogi – Hönnun Högnu Sigurðadóttur þriðjudaginn 8. mars kl. 17:30.
Ath. að kaupa miða á viðburðinn á tix.is þar sem sætafjöldi er takmarkaður: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12765/

Um er að ræða eitt af fyrstu verkum Högnu eftir útskrift hennar frá byggingarlistadeild École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París vorið 1960. Henni var falið verkið af þáverandi bæjarstjóra Kópavogs, frú Huldu Jakobsdóttur, sem ánafnaði bæjarfélaginu lóðina með þeim skilyrðum að þar yrðu bæði laugar og almenningsgarður fyrir bæjarbúa. Verkið var ekki byggt nema að litlum hluta og Högnu seinna falið að hanna aðra tillögu að Kópavogslaug (1985-91) sem enn stendur, þó í breyttri mynd sé.

Guja Dögg Hauksdóttir er arkitekt cand.Arch frá Aarhus School of Architecture árið 1994. Frá útskrift hefur hún unnið með byggingingarlist á breiðum grundvelli rannsókna, þróunarstarfs og miðlunar á margvíslegu formi.
Rannsóknarverkefni Guju Daggar á ævistarfi Högnu Sigurðardóttur arkitekts hófst vorið 2009, í fyrstu sem undirbúningur fyrir sýningu hennar á verkum Högnu á Kjarvalsstöðum – með áherslu á verk hennar á Íslandi – og síðan sem viðamikil rannsókn á verkum hennar – hér og í Frakklandi – í stærra samhengi ljóðræns módernisma í byggingarlist, sem hún er nú að vinna til útgáfu bókar.

Ljósmynd: Tillaga Högnu að Rútstúni sundlaugum og almenningsgarði í Kópavogi, séð úr suðri (ljósmynd af líkani, 1964), ljósmynd©Högna Sigurðardóttir Anspach