Safniðáröngunni
24.03.2020–30.08.2020

ÍSLENSKMYNDMÁLSSAGA

Íslensk myndmálssaga er heiti á yfirstandandi rannsókn Guðmundar Odds Magnússonar á sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Opnun vinnustofunnar verður þriðjudaginn 24. mars kl. 17-19. Skömmu eftir útgáfu Guðbrandsbiblíu á sextándu öld urðu myndir og texti viðskila í prentverki og náðu ekki aftur saman fyrr en upp úr miðri nítjándu öld þegar prentfrelsi gekk í garð. Í rannsókn sinni skoðar Guðmundur Oddur endurfundi myndmáls og texta undir lok 19. aldar – þar er sögð saga brautryðjenda sem unnu prentmyndir, letur og skraut. Fyrstu kynslóð teiknara sem stofnaði Félag íslenskra teiknara ( FÍT) er fylgt eftir og slóð þeirra rakin en það fólk lagði grunninn að því sem í dag kallast grafísk hönnun. Vinnustofan er lifandi staður þar sem unnið er að rannsókninni frá degi til dags. Þar eru sjónrænar heimildir kannaðar og frumgögn hönnuða skráð í safneign Hönnunarsafnsins. Á tímabilinu mars – júlí 2020 má sjá ólíkar niðurstöður birtar í formi ör-sýninga og hugarkorta. Einnig verður útkomu vinnunar miðlað með samtölum, fyrirlestrum og málþingum sem auglýst verða sérstaklega. Verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði og er unnið í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Listaháskóla Íslands.