Smiðja
27.04.202413:00–15:00

EldblómXÞykjó
FjölskyldusmiðjameðSigguSoffíuogSigguSunnu

Geta blóm sprungið út á himninum? Getur manneskja breytt sér í flugeld?

Fjölskyldum er boðið í skapandi samverustund í Hönnunarsafninu við að rækta sín eigin þykjó blóm úr silkipappír, ullargarni og fjölbreyttum efnivið. Við leitum innblásturs í blómategundum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið umbreytt í glitrandi flugelda á næturhimni, allt frá dalíum til krísa og sólblóma.

Leiðbeinendur á smiðjunni eru Sigga Soffía, eigandi Eldblóma, og Sigga Sunna, eigandi ÞYKJÓ. Þær hafa tekið á móti hópum skólabarna á Hönnunarsafninu síðastliðna mánuði og afrakstur heimsóknanna má sjá á sýningunni BLÓMAHAF sem er hluti af Barnamenningarhátíð dagana 22.-27. apríl. Blómahafið er staðsett í sýningarsal Hönnunarsafnsins Safnið á Röngunni þar sem Sigga Soffía er í rannsóknardvöl um þessar mundir.