Uppskeruhátíð
20.09.201917:30

MORRA

Signý Þórhallsdóttir hefur dvalið í Hönnunarsafni Íslands undanfarna mánuði með vinnustofu þar sem hún hefur verið að þróa og framleiða vörur úr silki og ull fyrir vörumerki sitt Morra. Nú fer að koma að lokum vinnustofudvalarinnar og ætlum við að skála fyrir Signýju og þakka henni fyrir einstaklega góða samveru. Því verður haldin uppskeruhátíð föstudaginn 20. september kl. 17.30 í Hönnunarsafninu. Til viðbótar við silkislæðurnar hafa nú bæst dásamlegar ullarslæður og sparisloppur þar sem íslenska flóran er enn í aðalhlutverki. Verið þið hjartanlega velkomin.