Leiðsögn
18.05.201913:00

BORGARLANDSLAG

Paolo Gianfrancesco, arkitekt, verður með leiðsögn um sýninguna Borgarlandslag laugardaginn 18. maí kl. 13.

Sýningin samanstendur af 100 borgarkortum sem Paolo hefur útfært og hannað. Með því að sýna saman kort af öllum höfuðborgum Evrópu og stærstu borgum í fylkjum Bandaríkjanna gefst yfirsýn sem ekki er möguleg á Google Maps eða með því að fletta í bók, ekki einu sinni með því að ferðast.

Borgir eru svo sannarlega magnað sköpunarverk. Leiðsögnin fer fram á ensku. Frítt er inn á safnið á Alþjóðlega safnadaginn 18. maí.