Opnun
19.01.202417:00–18:30

Fallegustubækuríheimi

Velkomin á opnun sýningarinnar Fallegustu bækur í heimi 2023 sem haldin er í samstarfi við FÍT.

Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.

Í ár bárust í keppnina um það bil 600 bækur frá 30 löndum. Fjórtán bækur hlutu verðlaun og samanstendur sýningin af þessum bókum sem gestum er velkomið að fletta.

Aðal verðlaunin hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er gefin út í tengslum við sýningu á verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ er sagt í umfjöllum dómnefndar.