Pallurinn
04.05.2022–23.10.2022

SÝNDARSUND

Verkið Sýndarsund er nú í sýningu á Pallinum. Það er gert í tengslum við sýninguna SUND sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands.

Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við inn í aðra vídd. Öll skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum og daglegu amstri. Afslappandi þyngdarleysi fær hugann til að reika á annan hátt og vatnið hreinsar burt andlegan og líkamlegan óþarfa. En margir upplifa sig berskjaldaða í sundi; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil.
Í evrópskri menningu eru vatnadísir verndarar ferskvatns, sem er grunnur þess að líf þrífist. Vatnadísir geta haldið til í gosbrunnum, drykkjarbrunnum, lækjum, ám eða stöðuvötnum. Á Íslandi halda þær til sundlaugum.

Er sýndarveruleiki nýr möguleiki á upplifun víddaflakks? Gjörðu svo vel og skelltu þér í kaf.

 

Verk eftir Hrund Atladóttur

Vatnaverur: Alda Daníelsdóttir, Eydís Brynja Björnsdóttir, Hrund Atladóttir
Búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir

Lampi: Hekla, 1962. Pétur B. Lúthersson og Jón Ólafsson