Pallurinn
07.06.2024–25.08.2024

Stráoggreinar

Það er efniviðurinn sem sameinar verkin á sýningunni; þau endurspegla fjölbreytt handverk og möguleika sem búa í þessu alltumlykjandi náttúrulega hráefni.

Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir ræktar sinn eigin hör og spinnur þráð úr trefjunum. Styrgerður hefur unnið frumkvöðlastarf á þessu sviði á Íslandi en þráðinn nýtir hún í veflistaverk.

Í Skorradal hefur Margrét Guðnadóttir ræktað körfuvíðisskóg sem veitir henni innblástur og efnivið. Margrét er ein fárra Íslendinga sem er sérhæfð í körfugerð.

Kristveig Halldórsdóttir vinnur pappírsverk úr mismunandi plöntutrefjum. Pappírinn hefur sitt eigið landslag og eðli sem stýrir ferðinni og  fær að njóta sín.

Bára Finnsdóttir vinnur aðallega með pappír og textíl í bland við hina ýmsu tækni og miðla. Hér teflir hún saman náttúru og manngerðu umhverfi.

Sýningin er haldin í samstarfi við Textílfélagið sem fagnar 50 ára afmæli 2024.