Sýning
14.12.2017–28.02.2018

ÍSLENSKALOPAPEYSAN
Uppruni,sagaoghönnun

Íslenska lopapeysan þróaðist frá því að vera vinnufatnaður sem nýttist aðallega við erfið útistörf í það að verða að þjóðlegri minjavöru og vinsælli tískuvöru. Þannig endurspeglar peysan lífshætti og sögu þjóðar. Engin ein prjónakona „hannaði“ peysuna heldur hefur útlit hennar og gerð tengst mörgum áhrifavöldum og ekki síst því að hún þurfti að vera fljótprjónuð. Íslenskar prjónakonur hafa átt veg og vanda af þessari þróun. Þjálfun og reynsla, formskynjun í munsturgerð, næmni fyrir litum og litasamsetningum ásamt ánægjunni af því að prjóna hefur verið undirstaða í hönnun lopapeysunnar.

Sýningin byggir á rannsókn Ásdísar Jóelsdóttur og hönnuður sýningarinnar er Auður Ösp Guðmundsdóttir. Sýningin er farandsýning og er samstarfsverkefni Hönnunarsafns Íslands, Heimilisiðnaðarsafnsins og Gljúfrasteins.