Sýning
26.03.2014–08.06.2014

HEIMARKOSMOS

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

Á sýningunni í Hönnunarsafni Íslands eru til sýnis vörur og húsgögn frá árunum 1999 til dagsins í dag. Lögð er áhersla á að sýna fjölbreytta efnisnotkun þar sem oft má greina uppruna hugmynda og sjá hvernig hugmynd breytist í meðförum hönnuðarins og verður að vöru á markaði. Meðal þeirra framleiðenda sem Dögg starfar með eru Ligne Roset, Cinna, Christofle, Be Sweden og NORR 11.

Sýningunni lýkur 8. júní 2014