Vinnustofudvöl
15.09.2022–30.11.2022

HAGE
Hattagerðarmeistarar

H A G E  er samstarf Harpers & Önnu Gullu Eggertsdóttur.

Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust við nám og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.

Harper kennir einnig hattagerð við Cutters Academy í Gautaborg með áherslu á efni eins og loðskinn og leður. Anna Gulla gerir tilraunir með trefjar, massa og hefðbundnar aðferðir, hún sækir efni og þekkingu úr nærumhverfi sínu.

Í Hönnunarsafni Íslands munu þau vinna að hattagerð með nýmóðins og hefðbundnum handverksaðferðum í bland. Í hattana nota þau m.a. strá, leður og filt og móta efnin með gufu og trémótum.

Hægt verður að fylgjast með spennandi hattagerð í anddyri safnsins út nóvember.