Sýning
03.09.2016–16.10.2016

AÐKOMUTÁKNFYRIRGARÐABÆ

Í vor efndi Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni eða einkenni til að marka aðkomu að bænum. Boðið var upp á kynningarfund um Garðabæ þann 13. apríl í Hönnunarsafni Íslands en skilafrestur tillagna var 23. júní 2016.

Á sýningunni er að finna allar þær tillögur sem bárust í keppnina en dómnefnd valdi eina tillögu og voru úrslit samkeppninnar kynnt á afmælisdegi Garðabæjar þann 3. september um leið og sýningin var opnuð. Samkeppnin var opin hönnuðum og listamönnum og sá Hönnunarmiðstöð Íslands um framkvæmd keppninnar.

Í samkeppni var leitað eftir hugmyndum um nýtt aðkomutákn sem sett verður upp við aðkomuleiðir inn í Garðabæ. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Garðabæ og marka það svæði sem honum tilheyrir. Leitað var að tákni fyrir bæinn sem er ætlað að marka aðkomustaði við bæjarmörk en einnig að þema þess verði nýtt á margvíslegan hátt eins og við gerð listmuna, bréfsefnis, vefsíðu o.s.f.v. Um síðustu áramót voru liðin 40 ár frá því að Garðabær fékk kaupstaðarréttindi. Vígsla táknsins verður hluti af þeim hátíðahöldum afmælisársins.