Opnun
24.11.202317:00–19:00

Skilaboð

Með tilkomu nýrra miðla hafa samskipti á milli heimilisfólks breyst og þróast. Samtölum, símtölum og post-it miðum fækkar og talblöðrur taka við. Í „heimsókninni“ Skilaboð skoða grafísku hönnuðirnir Katla Einarsdóttir og Una María Magnúsdóttir skilaboð á milli heimilisfólks á samskiptamiðlum og eru þeirra skondnu hliðar sérstaklega dregnar fram.