Opnun
23.04.202418:00

Eldblóm
Hvernigdansvarðvöruhönnun

Skálum fyrir HönnunarMars og hugmyndafluginu eins og það gerist best.
Sigga Soffía Níelsdóttir útskrifaðist sem listdansari frá samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2009 og stundaði einnig nám í sirkuslistum við École Supérieure des Arts du Cirque í Brussel. Árið 2021 útskrifaðist hún með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað hérlendis sem erlendis sem dansari og danshöfundur en er einnig þekkt fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk.
Safnið á röngunni er hugsað sem rými til rannsókna. Hér gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg, skoða hugmyndir sem hafa orðið að veruleika, þær sem enn bíða og tækifærin fram undan.