Vinnustofudvöl
24.06.2018–04.11.2018

MANNABEIN
Fatahönnuður

Torfi Fannar hefur komið sér fyrir í anddyri Hönnunarsafnsin með prjónavélina sína og töfrar þar fram flíkur í suðrænum anda sem eru um leið þægilega norrænar. Sýningin er sölusýning og hluti af safnbúð Hönnunarsafnsins.

Torfi útskrifaðist með BfA gráðu í myndlist úr Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og var í starfsnámi hjá danska fatahönnuðinum Henrik Vibskov árið 2014. Hann hefur unnið að ýmsu síðan þá m.a. tónlistargerð. Þetta er fyrsta fatalína Torfa undir merkinu Mannabein.

Fagurfræði og skírskotanir í línunni opinberuðu sig í litlum skrefum í gegnum hönnunarferlið og í lokin var farið að glitta í tengingar við svarta galdur, suður ameríska plöntulækna, villta vestrið og austurlenskt myndmál. Saman skapa þessar tengingar samruna á milli Þeirra menningarheima sem tilkoma iðnbyltingarinnar hafði aðskilið.

Línan er prjónuð úr mjúkri bómull á handprjónavél. Hattarnir koma frá bæjunum Pisac og Chinchero í Perú. Spjótin eru rennd úr mahóní.

Ljósmyndir: Vigfús Birgisson.