
Tíminn flýgur, Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður er búin að vera í vinnustofudvöl í safninu undanfarna 2 mánuði. Vinnustofan er nú full af fínlegum handgerðurm hálsmenum, pendúlum, veggverkum og svífandi formum úr kopar og silfri. Öll verkin eru til sölu. Á Pallinum stendur nú yfir markaður með verkum eftir flesta sem verið hafa á safninu í vinnustofudvöl undanfarin ár. Boðið verður upp á Eldblóma glögg að hætti Siggu Soffíu.