
Garðabær á sér mun ríkulegri byggingararf en ætla mætti í fljótu bragði. Í erindinu fjallar Pétur Ármansson um valin hús í Garðabæ frá ólíkum tímaskeiðum sem mörg sættu tíðindum í þróun byggingarlistar hér á landi. Í fyrirlestrinum verður saga þeirra og sérstaða skoðuð í samhengi við alþjóðlegra strauma í byggingarlist, sögu Garðabæjar og þróun byggðar á Höfuðborgarsvæðinu.
Ljósmynd: Hraungarðar við Álftanesveg, hannað af Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt árið 1956 fyrir Svein Torfa Sveinsson og fjölskyldu