Fjölskyldusmiðja
01.10.202313:00–15:00

FjölskyldusmiðjaSafnaðíbókkl.13:00

Bækur geta innihaldið allt frá stærðfræðiformúlum, orðalistum og málfræðireglum, ljósmyndum, teikningum og landakortum yfir í heila ævintýraheima. Una María Magnúsdóttir er grafískur hönnuður sem leiðir smiðjuna þar sem gestir skoða og pæla í því í sameiningu hvernig hvað sem er getur orðið efniviður í bók. Innkaupalistar, samlokuhugmyndir, stakir sokkar… Allt er mögulegt! Smiðjan er ókeypis og ætluð allri fjölskyldunni.