Smástundarmarkaður
26.01.201913:00–15:00

HVAÐÆTLARÞÚGERAVIÐALLADAGANA2019?

Smástundamarkaður í samstarfi við hönnuðina Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríð Þorsteins verður haldinn laugardaginn 26. janúar nk kl. 13–15 í Hönnunarsafni Íslands. Á markaðnum verður kynnt sérstaklega rifdagatal sem þær hafa hannað og selt undanfarin ár ásamt fleiri skipulagsmiðuðum vörum sem nefnast Kontrólkubbar.

Einnig verða á boðstólum bækur úr bókaklúbbi Angustúru en bækurnar voru tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands á síðasta ári. Bók er ævagamalt form og áskorun fyrir hönnuð að hanna bók sem kallar á að hún sé tekin upp og lesin. Bækurnar eru í vönduðum þýðingum, þær eru frá öllum heimshornum og opna glugga út í heim.

Á meðan á markaðnum stendur býðst 20% afsláttur af verkum þeirra Snæfríðar og Hildigunnar.

Viðburðinn á facebook má nálast hér: https://www.facebook.com/events/279611555987133/