FjölskyldusmiðjameðHelguMogensen
03.03.202413:00–15:00

Skínandiskart

Hvernig vinna skartgripasmiðir? Hvernig getum við skreytt okkur sjálf?

Helga Mogensen skartgripasmiður leiðir skapandi fjölskyldusmiðju þar sem við lærum að gera okkar eigin hálsfesti úr fjölbreyttum efnivið.

Helga Mogensen útskrifaðist árið 2007 með BA gráðu í Skartgripum og Silfursmíði frá Edinburgh Collage of Art í Skotlandi. Frá útskrift hefur Helga verið að sýna skartgripi á fjölda sýninga hérlendis og erlendis. Aðal áherslur eru notkun á hráefnum úr náttúrunni eins og rekavið sem hún týnir sjálf norður á Ströndum.

Smiðjan er í tengslum við sýninguna Skart sem opnar á Pallinum á Hönnunarsafninu. Skart er fyrsta sýning í röð viðburða sem fagna 50 ára afmæli Textílfélags Íslands.