Opnun
17.06.202012:00–17:00

PAPPÍRSBLÓM

Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam. Hún gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garçons í gegnum bókverk sitt Paperflowers. 17. júní opnar sýning í stigagangi Hönnunarsafns Íslands á þessu fallega og skemmtilega verkefni. Opnunin stendur frá 12–17 þar sem rými í stigaganginum er takmarkað. Sérstök hátíðarstemning verður þó kl. 14.