Leiðsögn
14.03.202114:00

DEIGLUMÓR
Keramikúríslenskumleir1930–1970

Sunnudaginn 14. mars kl. 14 mun Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur Hönnunarsafns Íslands ganga með gestum um sýninguna Deiglumór – Keramik úr íslenskum leir 1930–1970.

Sýningin byggir á rannsóknum á tímabilinu 1930–1970 í sögu keramiklistar á Íslandi. Sagan er sögð í gegnum gripi frá fyrstu leirkeraverkstæðum sem störfuðu á Íslandi. Verkstæðin sem um ræðir eru: Listvinahúsið, Funi, Laugarnesleir, Lerbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Roði / S.A. keramik og Glit. Auk þess að leiða gesti í gegnum söguna mun Þóra veita innsýn inn í viðbrögð safnsins við jarðskjálftunum sem dunið hafa yfir undanfarið. Samtímis sýningunni kom út samnefnd bók sem byggir á rannsóknum Ingu Ragnarsdóttur. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir. Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar gefur bókina út.