– 16–18 Gerum kúlúhús með Jóhönnu Ásgeirsdóttur myndlistarkonu við Hönnunarsafnið.
– 18–19 Ásgeir Ásgeirsson og félagar leika swing jazz og koma öllum í stuð.
Fimmtudaginn 23. júlí verður boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi á milli 16 og 19. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í að gera kúluhús með myndlistarkonunni Jóhönnu Ásgeirsdóttur en smiðjan fer fram við Hönnunarsafnið frá 16–18. Búin verður til hvelfing úr bambus og hún skreytt með blómum svo úr verði fallegur samverustaður. Frá kl. 18–19 mun Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar leika á einni af grasflötum Garðatorgs. Tríóið skipar auk Ásgeirs sem leikur á gítar; Haukur Gröndal á saxófón og Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa. Jazztónlist af gamla skólanum í bland við bossa nova og aðra þægilega tónlist verður á efnisskránni.
Tilboð á Flatey Pizza, Mathúsi Garðabæjar og Ísbúð Huppu. Gastro Truck og Kitchen Truck götubitavagnar mæta á torgið. Opið til kl. 19 á Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðabæjar. Gestir eru beðnir að virða fjarlægðarmörk og huga að sóttvörnum.
Heildardagskrá Sumarfjörs má sjá hér: https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/sumarfjor-a-ga…