Smiðja
02.10.2022

KNIPLUMSAMAN

Knipl er gamalt handverk sem lítur út fyrir að vera flókið en grunnaðferðin er einföld og allir geta lært að knipla! Einföld takkablúnda verður knipluð en slík blúnda þekkist á þjóðbúningum. Blúndan sem þátttakendur knipla má nota sem bókamerki eða armband.

Knipl hefur verið stundað síðan á 17. öld á Íslandi en er talið vera upprunnið á Ítalíu á 15. öld. Blúnda er búin til úr fínlegum þráðum sem vafðir eru upp á knipplipinna en það er formaður Heimilisiðnaðarfélagsins, Kristín Vala Breiðfjörð, sem leiðir smiðjuna.

Þátttaka er ókeypis en 10 stök og einföld kniplbretti verða í boði auk flóknari gerðar sem gestir geta spreytt sig á.