Innflutningsboð
16.06.202216:30–18:00

MÓDELSMIÐIR
Vinnustofudvöl

Innflutningsboð hjá Módelsmiðum verður haldið fimmtudaginn 16. júní kl. 16:30–18.

Verið velkomin í innflutningsboð hjá módelsmiðunum Snorra Frey Vignissyni og Láreyju Huld Róbertsdóttur.

Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929–2017). Við skráninguna kom í ljós fjöldi áhugaverðra teikninga sem urðu aldrei að byggingum. Tilgangur verkefnisins er að rýna í þessar teikningar og gera vönduð módel eftir völdum teikningum. Teikningarnar sem hafa verið valdar eru Gnitavegur (nú Gnitanes) 10 í Skerjafirði, teiknað 1967, og Fjólugata 29 í Vestmannaeyjum, frá 1961.

Snorri Freyr Vignisson og Lárey Huld Róbertsdóttir útskrifuðust með BA-gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands 2022. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.