Innflutningsboð
22.09.202317:00–18:30

LilýErla

Velkomin í innflutningsboð hjá Lilý Erlu Adamsdóttur sem mun dvelja hjá okkur í vinnustofudvöl frá 22 september til 30. desember.

Í vinnustofudvölinni mun Lilý Erla gefa sér tíma fyrir veggteikningar sem hún hefur verið að þróa. Úr fjarlægð líkjast verkin veggfóðri en við nánari athugun kemur í ljós að þau eru teiknuð beint á vegginn. Áhorfandinn skynjar dansinn, ævintýrið og hugrekkið í teikningunum en flestum er okkur kennt að það megi ekki teikna á veggina heima.