Safnbúð
23.02.201915:00

HÖNNUNARSAFNÍSLANDSOGANDANTIMATTERBJÓÐAÍKÖKUBOÐ

Hönnunarsafn Íslands og skapandi vinnustofan And Anti Matter bjóða í kökuboð laugardaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 15.

Hjónin Baldur og Þórey úr And Anti Matter verða á staðnum og hella uppá kaffi ásamt Áslaugu Snorradóttur matarævintýrakonu. Í boði verða himneskar vegan kökur frá Láru Colatrella í Bauninni á samanraðanlegum skúlptúrum frá And Anti Matter. Kökurnar eru búnar til út frá skúlptúr verkum frá &AM sem verða til sölu í boðinu.

Frítt er inn á viðburðinn. Við hlökkum til að sjá ykkur!