Fyrirlestur
23.06.202017:00

INNBLÁSTUR/HÖNNUN/FRAMLEIÐSLA

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, var með vinnustofu á Hönnunarsafninu veturinn 2018–2019 þar sem hún kynnti sér verk arkitektsins og stærðfræðingsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Afrakstur vinnustofunnar voru Elements ilmkerti sem kynnt eru í safnbúð Hönnunarsafns Íslands á HönnunarMars. Í fyrirlestrinum lýsir Þórunn ferlinu frá rannsókn að hugmynd að vöru. Hún segir frá því hvernig hún kynnist Einari í gegnum verkin hans og uppgötvar að þau tvö eiga margt sameiginlegt. Það er alveg í anda Einars Þorsteins að halda áfram að veita innblástur þó svo hann sé horfinn inn í aðra vídd. Þórunn hélt fyrirlestur um sama efni árið 2019 þegar hún var við störf í safninu en þá var verkefnið styttra á veg komið.