Fyrirlestur
10.10.2018

FLOTHETTANFRÁHUGMYNDVÖRUUPPLIFUN

Unnur Valdís Kristjánsdóttir vöruhönnuður rekur sögu flothettunnar frá því að hugmyndin kviknaði sem verkefni við Listaháskóla Íslands til dagsins í dag. Hugmyndafræðin að baki hönnuninni byggir á slökun, samveru og náttúruupplifun í vatni á áreynslulausan hátt. Frá því að Flothetta kom á markað hérlendis árið 2012 hefur hún náð að auðga aldagamla baðmenningu Íslendinga. Á þeim sex árum sem flothetta hefur verið á markaði hafa forsvarsmenn jafnframt þróað tengdar afurðir í formi þjónustu í kringum vöruna, s.s. kennaranám, viðburði og vatnsmeðferðir.