Smiðja
24.09.202013:00

FORYSTUFÉ,BJÖLLUSAUÐIROGROLLUR

Sköpum saman úr ull kindahjarðir, furðukindur, forystufé og bjöllusauði. Þegar rollurnar hafa verið skapaðar geta þátttakendur gert sína eigin hreyfimynd en þær Ásgerður Heimisdóttir og Rebekka Egilsdóttir leiða smiðjuna í splunkunýju smiðjurými Hönnunarsafnsins. Aðeins 6 hópar/fjölskyldur komast að vegna sóttvarnareglna en tekið er á móti bókunum í netfangið olof@gardabaer.is