Borðið Hyrna, kertastjakinn Stirni, fuglinn Dúskur og ruggustóllinn Rokki verða til sölu á Pop up markaði í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 9. nóvember milli 12 og 17.
Erla Sólveig Óskarsdóttir er sjálfstætt starfandi iðnhönnuður. Hún hefur einbeitt sér að húsgagnahönnun og hefur unnið með ýmsum framleiðendum í Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum.
Erla hefur tekið þátt í fjölda sýninga og mörg verka hennar hafa verið heiðruð alþjóðlega:
The Red Dot Design Award 1998
IF Product Design Award 1999 and 2010
Best of NeoCon, Silver Award 1999 and 2002
Premio Lapis Acero 2007