Leiðsögn
16.06.202413:00

Eldblómhvernigdansvarðvöruhönnun
SiggaSoffíaNíelsdóttir

Hugmyndir kvikna og taka flugið, springa út í allar áttir og falla í mismunandi jarðveg.
Sigga Soffía Níelsdóttir útskrifaðist sem listdansari frá samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2009 og stundaði einnig nám í sirkuslistum við École Supérieure des Arts du Cirque í Brussel. Árið 2021 útskrifaðist hún með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað víðsvegar sem dansari og danshöfundur en er einnig þekkt fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk.

Japanska orðið yfir flugelda er hanabi en hana þýðir eldur og bi þýðir blóm. Japanir tala því um eldblóm. Síðastliðin ár hefur Sigga Soffía unnið með þessi hugrenningatengsl í lofti og á láði og hannað flugeldasýningar út frá kóreógrafíu. Þá hefur hún hannað ræktanlega flugeldasýningu blóma, nánar tiltekið blómainnsetningu sem springur út eftir sáningarforskrift. Nýjasta viðbótin við Eldblómaverkefnið er ilmur, drykkjarföng og matvörur auk fjölbreyttrar vöru- og upplifunarhönnunar. Þannig svífur Sigga Soffía á milli listforma og hönnunar- greina ásamt samstarfsfólki úr ýmsum geirum.