Leiðsögn
21.02.202114:00

DEIGLUMÓR
Keramikúríslenskumleir1930–1970

Sunnudaginn 21. febrúar kl. 14 mun Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og annar af sýningarstjórum sýningarinnar ganga með gestum um sýninguna Deiglumór – Keramik úr íslenskum leir 1930–1970.

Sýningin byggir á rannsóknum Ingu á tímabilinu 1930–1970 í sögu keramiklistar á Íslandi. Þar má sjá gripi frá fyrstu leirkeraverkstæðum á Íslandi. Þeir frumkvöðlar sem ráku verkstæðin lögðu áherslu á að nýta íslenskan leir í gripina. Verkstæðin sem um ræðir eru: Listvinahúsið, Funi, Laugarnesleir, Lerbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Roði / S.A. keramik og Glit. Samtímis sýningunni kemur út samnefnd bók sem byggir á rannsóknum Ingu. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir. Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar gefur bókina út. Inga er dóttir Ragnars Kjartanssonar leirlistamanns.

Aðgangseyrir á safnið gildir sem miði á leiðsögn.