Stofutónleikarogkósíljós
06.02.202620:00

BloodHarmony
Safnanótt

Hljómsveitin Blood Harmony verður með stofutónleika inni í sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili milli kl. 20-21. Sýningin verður sérstaklega prýdd keramikluktum úr safneign Hönnunarsafnsins.

Hljómsveitina Blood Harmony skipa systkinin Ösp, Örn og Björk Eldjárn úr Svarfaðardal. þau spila tónlist í norrænum þjóðlagastíl og munu koma okkur í notalegan gír.