Innflutningsboð
25.10.201917:30–19:00

ANNAMARÍAPITT

Nú tekur silfursmiðurinn Anna María Pitt yfir vinnustofurýmið í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Innflutningsboð verður henni til heiðurs í Hönnunarsafninu föstudaginn 25. október kl. 17:30–19 og eru allir velkomnir í boðið.

Anna María útskrifaðist frá New Buckinghamshire háskólanum í Bretlandi í silfursmíði og skartgripahönnun. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga og þróað með sér afgerandi stíl í skartgripahönnun sem byggir á formum og mynstrum úr náttúrunni. Vinnustofudvölin í safninu stendur til 26. janúar 2020 og er einnig sölusýning þar sem gestir geta verslað beint af hönnuðinum.