Smiðja
07.04.202413:00–15:00

Textílþrykk
FjölskyldusmiðjameðDrífuLíftóru

Hönnunarsafnið býður upp á fjölskyldusmiðju þar sem mynstur fyrir handþrykk er í forgrunni. Boðið verður upp á að búa til sinn eigin stimpil fyrir þrykk en einnig að prófa að þrykkja með silkiþrykksramma.

Smiðjuna leiðir Drífa Líftóra, fata- og textílhönnuður, en hún hefur sérhæft sig í mynsturgerð fyrir silkiþrykk. Drífa nam fatahönnun við Listaháskóla Íslands og bætti við sig mastersgráðu í faginu í Paris Collage of Art.

Um listsköpun sína segir hún: „Það sem veitir mér yfirleitt innblástur er eitthvað sem er yfirþyrmandi eins og skrímsli, veðurofsi og geimurinn. Þegar kemur að fatahönnun finnst mér gaman að beygla og brjóta reglurnar sem snerta líffræðilega eiginleika mannskepnunnar með undarlegri sníðagerð og flóknum mynstrum. Í stúdíóinu mínu þrykki ég allt sjálf með hvarfgjörnum litum á náttúruleg gæðaefni, sníð og sauma, en ég legg mikið upp úr því að heiðra efniviðinn samkvæmt hugmyndafræði hægrar tísku“.