Vinnustofudvöl
11.01.2022–08.05.2022

STUDIOALLSBER
Vöruhönnuðir

Agnes Freyja Björnsdóttir, Silvía Sif Ólafsdóttir og Sylvía Dröfn Jónsdóttir útskrifuðust úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Það sem einkennir verk þeirra eru leikur, húmor og tilraunagleði. Samtöl fólks í sundlaugum og samband manna og fugla mun koma við sögu í hönnunarferlinu sem lýkur með uppskeruhátíð á HönnunarMars 2022 sem verður haldinn 4.–8. maí.

HUNRAÐ HLUTIR SEM VIÐ HEYRÐUM Í SUNDI er áframhald af verkefni sem studio allsber sýndi á HönnunarMars 2021. Sú sýning bar yfirskriftina Hundrað hlutir sem við heyrðum og samanstóð af hundrað setningum á hundrað handgerðum bollum. Þá var áletrunin setningar sem hönnuðirnir heyrðu útundan sér á kaffihúsum en í þetta skiptið prófuðu þær að leggja við hlustir í sundlaugum og gripu setningar úr samtölum til að áletra bollana með.

FUGLABÖÐ er verkefni sem hópurinn vinnur að og verður kynnt á HönnunarMars í Hönnunarsafni Íslands og Ásmundarsal.

Gestir geta verslað beint við hönnuðina á meðan á dvölinni stendur.