Vinnustofudvöl
07.07.2023–27.08.2023

NínaGautadóttir
Textíllistamaðurívinnustofudvöl

Nína Gautadóttir útskrifaðist í myndlist frá École Nationale Supérieure des Beaux Arts  árið 1976. Hún hefur verið búsett í París í yfir 50 ár fyrir utan tvö ár í Nigeríu og eitt ár í Cameroon. Hún dvelur öll sumur á Íslandi og þessir staðir hafa haft greinileg áhrif á verk hennar sem eru samtímis stór, gróf, villt og fáguð.

Þráðurinn sjálfur er heimstungumál. Frá upphafi siðmenningar hefur maðurinn notað þráð til að lifa af, sem skraut og sér til ánægju. Textílverk Nínu byggja á fornum textílaðferðum sem hún nýtir á nýjan hátt ásamt fjölbreyttum efnivið.

Nína gerir tilraunir með listræn og ljóðræn tengsl. Með því að nota útsaum, vefnað og blandað handverk flökta verkin á milli hönnunar, skúlptúrs, hins myndræna og hins rýmislæga.

Viðburður
Sunnudaginn 27. ágúst kl. 15 verður haldin uppskeruhátíð og afrakstri sumarsins fagnað.