Vinnustofudvöl
22.09.2023–30.12.2023

LilýErlaAdamsdóttir
textílhönnuður

Lilý Erla Adamsdóttir (f. 1985) lauk BA gráðu í myndlist frá LHÍ 2011 og MA gráðu í listrænum textíl frá Textilhögskolan í Borås í Svíþjóð 2017. Verk hennar flæða á milli hönnunar, handverks og myndlistar. Undanfarin ár hefur Lilý aðallega unnið textílverk með tufttækni sem hún talar um sem loðin málverk eða dansandi útsaum.

Í vinnustofudvölinni mun Lilý Erla gefa sér tíma fyrir veggteikningar sem hún hefur verið að þróa. Úr fjarlægð líkjast verkin veggfóðri en við nánari athugun kemur í ljós að þau eru teiknuð beint á vegginn. Áhorfandinn skynjar dansinn, ævintýrið og hugrekkið í teikningunum en flestum er okkur kennt að það megi ekki teikna á veggina heima.

Í desember hefur Lilý verið boðið í „heimsókn“ á sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili og mun hún lífga upp á heimilið með veggteikningum sínum.