Sýning
09.01.2016–28.02.2016

ÍSLANDERSVOKERAMÍSKT

Hönnunarsafn Íslands efnir til yfirlitssýningar á leirlist Steinunnar Marteinsdóttur. Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Á fyrstu einkasýningu sinni árið 1975 markaði Steinunn þau þáttaskil í íslenskri leirlistasögu að sýna íslenskt landslag á afgerandi hátt með stórum og smáum skúlptúrvösum og veggmyndum. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Sé horft yfir feril hennar á þessum tímamótum má líkja honum við endalausa könnunarferð, þar sem öllu því sem má líkja við vanafestu og stöðnun er storkað.

Sýningarstjóri: Harpa Þórsdóttir

 

Sýningarhönnun: Helgi Már Kristinsson

Sýningaruppsetning og lýsing: Helgi Már Kristinsson, Ástþór Helgason

Sýningartextar: Harpa Þórsdóttir

Umsjón með verkum: Þóra Sigurbjörnsdóttir

Enskar þýðingar: Guðrún Baldvina Sævarsdóttir

Grafísk hönnun: Ámundi

Upptaka, klipping og umsjón viðtalsmyndar: Edda Björnsdóttir

 

Hönnunarsafn Íslands (9.1. – 28.2. 2016)