Pallurinn
18.04.2023–10.09.2023

HEIMURINNHEIMA

Skringilegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið, það var skapað af 4. bekkingum í Garðbæ. Nemendurnir unnu íbúðirnar í smiðju í tengslum við sýninguna „Hönnunarsafnið sem heimili“. Þau voru hvött til að hugsa með höndunum og láta sköpunargleðina leika lausum hala.

Þau settu sig í spor hönnuða og með nýtni og uppfinningasemi bjuggu þau í sameiningu til heimili fyrir skáldaða einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn svo sem dansara og geimfara, bakara og gleðigjafa sem öll eiga það sameiginlegt að búa með ævintýralegum hóp gæludýra og safna aragrúa af ýmsu.

Sýningarstjórar og hönnuðir smiðjunnar eru Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir