21.03.2012–27.05.2012

FINGRAMÁL

Stundum eigum við erfitt með að koma orðum að þeim tilfinningum sem vakna hjá okkur þegar við sjáum eitthvað sem við hrífumst af. Orðin eru þó aðeins ein mynd mismunandi tjáskipta.  Við getum líka tjáð tilfinningar með svipbrigðum eða líkamsstöðu og hugurinn og höndin skapa saman sterkt tungumál, fingramálið.
Sköpunarverkin stór og smá eru líka fingramál hugans. Þau geta staðið þarna eins og orðlausir hlutir þó þau séu í raun hlaðin frásögnum.

Í hönnun eru til staðar mörk, sem ekki er auðvelt að rjúfa. Þessi mörk greina á milli óteljandi þátta og niðurstaða hönnunarferilsins felur í sér að hluturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar. Tækni, framleiðslukostnaður, markaðsforsendur og tíska setja sinn svip á þróunarferlið og kasta hugmyndinni inn í ákveðinn ramma. En áður en að því kemur getur hönnuðurinn leyft sér að fara ýmsar leiðir. Hann ferðast um krókaleiðir hugans. Hann prjónar við hugmyndir sínar. Hann fer á milli þess mögulega og ómögulega þar sem hugmyndin klæðist þeim búningi sem fer best hverju sinni. Því hún er svo greið leiðin þangað upp. Til tunglsins. Ef þú þarft ekki að koma niður á jörðina.

Sýningarskrá her hægt að nálgast hér.

Steinunn Sigurðardóttir sýningarstjóri