Safniðáröngunni
31.10.2020–30.12.2020

ÁTAKÍFORVÖRSLUOGSKRÁNINGUTEXTÍLGRIPA

Hönnunarsafn Íslands varðveitir fjölbreytt og mikilvægt safn gripa sem gerðir eru úr textílefnum, má þar nefna fatnað, ábreiður, bólstruð húsgögn og textílmyndverk.
Stærstur hluti safneignarinnar er fremur ungur eða frá seinni hluta síðustu aldar. Nauðsynlegt er að vanda til meðhöndlunar, frágangs og umhverfis safngripanna til að stuðla að hámarks varðveislu þeirra fyrir komandi kynslóðir. Textílgripir eru í mismunandi ástandi þegar þeir koma á safnið, sumir eru afar illa farnir. Ástæður fyrir því geta verið ýmsar, húsdýr geta t.d. skilið eftir sig slóð eyðileggingar, erfiðir blettir og óhreinindi geta setið í efnum eftir langa starfsævi, eða þá að svampur innan í sessum er farinn að molna og eyðileggjast.
Tilgangur verkefnisins er að gera átak í forvörslu og skráningu textíla á Hönnunarsafni Íslands.
Næstu vikur munu sérfræðingar safnsins ásamt Þórdísi Baldursdóttur forverði meta ástand, frágang og umhverfi textíla í geymslu.  Valdir gripir í mjög viðkvæmu og/eða óstöðugu ástandi verða forvarðir.  Unnið verður að úrbótum á sviði fyrirbyggjandi forvörslu t.d. á pökkun, frágangi og umhverfi textíla. Gestir geta fylgst með þegar safnkostur er hreinsaður, ljósmyndaður, skráður í safnmunaskrá og loks pakkað til langtíma varðveislu í safngeymslu.

Verkefnið er styrkt af Safnasjóði.