Sýning í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Birtar verða 100 færslur á 100 dögum af hönnunarverki úr safneign safnsins tengdu ákveðnu ári. Við byrjum á árinu 1918 og fikrum okkur áfram fram til ársins 2018.
Höfundar færslna: Arndís S. Árnadóttir, Elísabet V. Ingvarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Stefanía Harðardóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir.
Sýningin hlaut styrk úr Safnasjóði.
Þá er bara að drífa sig á instagram og finna 100ar100hlutir.