Krónprinsessa skoðaði lykilverk úr safneigninni í Norræna húsinu
Viktoría krónprinsessa og Daníel prins skoðuðu lykilverk úr safneign Hönnunarsafnsins í fylgd forstöðumanns safnsins, Hörpu Þórsdóttur, í heimsókn sinni til Íslands þann 18, og 19. júní. Verk úr safninu voru bæði til sýnis í Norræna húsinu og í Hannesarholti og fékk krónprinsparið stutta kynningu á þeim á báðum stöðum.