Vigdís Finnbogadóttir

Leiðsagnir í febrúar um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Sýningin Ertu tilbúin frú forseti? þar sem sýndur er fatnaður og fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands, hefur verið framlengd fram yfir næstu áramót. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og mikil aukning verið á því að vinnustaða- eða vinahópar taki sig saman og panti sérleiðsögn. Skólaheimsóknir eru mikilvægur hluti fræðslustarfsins og börn frá leikskólaaldri og upp úr hafa fengið sérsniðnar leiðsagnir þar sem saga Vigdísar er sögð og farið yfir hefðir og reglur er tengjast klæðaburði með skemmtilegu ívafi.

Síðar í haust verður boðið upp á fyrirlestra og leiðsagnir sérfræðinga og verður það auglýst sérstaklega á heimasíðu safnsins. Einnig er hægt er að skrá sig á póstlista sem liggur í afgreiðslu safnsins eða „líka“ við Facebook safnsins þar sem allir viðburðir eru auglýstir.

Lesa áfram

Íslenski safnadagurinn í Hönnunarsafni

Leiðsögn Ástríðar Magnúsdóttur um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? Kl. 14.

 

Ástríður, dóttir Vigdísar Finnbogadóttur var sjö ára gömul þegar móðir hennar var kosin forseti þjóðarinnar. Það að kona væri kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum var tímamótaviðburður í heimssögunni. Ástríður mun ganga um sýninguna með það að leiðarljósi og rifja upp sögur og minningar sem tengjast fatnaði og fylgihlutum sem eru til sýnis frá ferli móður sinnar.

 

Auk sýningarinnar á fatnaði og fylgihlutum frú Vigdísar Finnbogadóttur er sýning á grafískri hönnun Hjalta Karlssonar, en Hjalti býr í New York og rekur þar hönnunarstúdóið Karlssonwilker.

 

 

Verið velkomin á íslenska safnadaginn!

 

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 9. mars kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir með almenna leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Lesa áfram

Sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? hefur verið afar vel tekið af gestum safnsins og var fjölmenni á þeim tveimur leiðsögnum sem haldnar voru á Safnanótt. Við bjóðum nú upp á stuttar hádegisleiðsagnir á föstudögum út febrúar, fram að HönnunarMars. Leiðsagnirnar hefjast kl.12:10 og eru hálftíma langar.

Á sýningunni er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Lesa áfram

Föstudaginn 7. febrúar verður safnanótt haldin hátíðleg. "Nóttin" hefst kl.19:00 og stendur til 24:00. Á safnanótt er opið fram á nótt á söfnum og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði. Í Hönnunarsafninu verður opnuð sýningin Ertu tilbúin frú forseti? og boðið upp á tvær leiðsagnir, kl. 20:00 og 22:00. Þetta sama kvöld kemur út bók um fatnað Vigdísar sem verður til sölu í safninu.

Á sýningu Hönnunarsafns Íslands, Ertu tilbúin frú forseti? er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi á lýðræðislegan hátt af þjóð sinni.

Lesa áfram

Ertu tilbúin, frú forseti?

Á sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? er sjónum beint að fatnaði frú Vigdísar Finnbogadóttur, opinberrar persónu úr íslensku samfélagi. Vigdís var fimmtug þegar hún var fyrst kvenna kjörin leiðtogi af þjóð sinni í lýðræðislegum kosningum. Frá fyrsta degi, og í þau 16 ár sem hún gegndi embætti forseta Íslands, var hún eftirsóttur þjóðhöfðingi og fyrirmynd. Nærveru hennar og þátttöku var óskað við fjölbreytileg tækifæri, ekki aðeins hér heima heldur víða um heim.

2014-02-06T00:00:00 to 2015-02-22T00:00:00
Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Vigdís Finnbogadóttir