Smiðja

Sunnudaginn 2. apríl kl. 13-15 leiðir Ada Stańczak keramikhönnuður smiðju fyrir alla fjölskylduna þar sem gestir fá tækifæri til að þrykkja náttúrlegt efni svo sem steina, strá og greinar í leir.
Þátttakendur geta einnig gert sitt eigið leirtau og lært einfaldar aðferðir við að pressa leir í mót.
Allt efni verður á staðnum en gestir hvattir til að koma með efni úr náttúrunni til að pressa í leirinn. Að lokinni smiðjunni munu gripirnir verða brenndir og gljáðir en að þremur vikum liðnum geta gestir sótt gripina sína í safnið.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Ada hefur frá því í febrúar dvalið í vinnustofu Hönnunarsafnsins þar sem gestir geta fylgst með henni að störfum.

Lesa áfram

Skuggar af skúlptúrum Einars Þorsteins, hönnuðar og stærðfræðings, eru skemmtileg leið til sköpunnar. Stúdíó Einars Þorsteins er liður í sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili en smiðjan fer fram í stúdíóinu sunnudaginn 5. mars kl.13-14:30. Það er Auður Ösp Guðmundsdóttir hönnuður sem leiðir smiðjuna og mun allskonar aðferðir við að gera skemmtilegar skuggamyndir. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni. Þátttaka ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Fimmtudaginn 23. febrúar er krökkum í vetrarfríi boðið að taka þátt í smiðju í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi en smiðjan hefst kl. 13. Heimurinn heima er yfirskrift smiðjunnar sem ætluð er krökkum og fylgifiskum þeirra í vetrarfríi. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðjunni en þátttakendur setja sig í spor hönnuða og uppfinningamanna og búa til húsgögn í ímyndað heimili. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Myndlistarkonan Jóhanna Ásgeirsdóttir leiðir smiðju þar sem stjörnur Einars Þorsteins, hönnuðar og arkitekts, verða notaðar sem fyrirmynd. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni og eflaust gaman að sjá fallegar stjörnur í gluggum Garðbæinga í kjölfar smiðjunnar. Þátttaka ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir leiða smiðjuna, þær eru nýútskrifaðir grafískir hönnuðir. Smiðjan er byggð á útskriftarverkefnunum þeirra frá Listaháskólanum í vor.
Katla bregður á leik með leir, makkarónur og fleira sem umbreytist í skemmtilegt letur. Jóhanna stýrir perli þar sem perluð verða nýstárleg mynstur. Mynstrin eru búin til með gervigreind sem vann þau upp úr Sjónabókinni.
Sjón er sögu ríkari í þessum skemmtilegu nálgunum að grafískri hönnun.

Lesa áfram

Lesa áfram

Lesa áfram
Hvað leynist í lauginni þinni?
Skemmtileg sundlaugasmiðja fyrir alla fjölskylduna með Rán Flygenring teiknara, sunnudaginn 4. september.
Fjölskyldur og vinahópar eru hvattir til að sameinast um að föndra sundlaug, sundgarpa eða annað sem getur leynst í sundlaugum.
Aðgangur ókeypis og efni til að föndra úr er á staðnum.

 

Lesa áfram

Í tilefni hinsegin daga verður boðið upp á regnbogaprentsmiðju í Hönnunarsafninu 4. ágúst kl. 13 - 15.

Una María Magnúsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Rietveld-akademíuna í Amsterdam, mun leiða smiðjuna sem ætluð er öllum aldurshópum.

Þátttaka er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að fagna fjölbreytileikanum!

Lesa áfram

Regnbogasmiðja með Dagrúnu Ósk Jónsdóttur þjóðfræðingi og Ásgerði Heimisdóttur hönnuði, verður haldin í Smiðju Hönnunarsafnsins laugardaginn 9. apríl kl. 13:00 - 15:00.
Unnið er með drauma, hjátrú og fegurð regnbogans í Smiðjunni. Hönnun, handverk og pælingar fyrir alla fjölskylduna.
Dagskráin er liður í Barnamenningarhátíð í Garðabæ.
____________________________________________
Heildardagskrána fyrir laugardaginn 9. apríl :

Bókasafn Garðabæjar
kl. 12-14Kynjaverur; grímu og klippimyndasmiðja með Hrund Atladóttur myndlistarkonu.

Glerhýsið Garðatorgi 1-4
kl. 12-14
Víkingaskipasmiðja með myndlistarkonunum Rakel Andrésdóttur og Sölku Rósinkranz sem velta upp spurningum um hvernig var að vera barn á leið til Íslands á landnámsöld.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Smiðja